Sprotar flýja utan

Punktar

Stýrivextir erlendra auðríkja fara lækkandi og eru komnir niður í og niður fyrir 1%. En hér hækka stýrivextir og eru orðnir 18%. Þýðir, að vextir sprotafyrirtækja eru þar um 2-4% og hér yfir 20%. Á hvorum staðnum teljið þið, að auðveldara sé að koma á fót nýrri starfsemi? Hvaða vexti teljið þið, að sprotafyrirtækin þoli að greiða? Menn reyna auðvitað ekki að framkvæma nýjungar hér, reyna það frekar erlendis. Trúarofsi nýfrjálshyggjunnar segir þetta verða að vera svona, vextir skuli ráðast af eftirspurn. Jafnvel eftir hrun. Þá detta bjánum bara ríkisrekin álver í hug, þegar álrisar bregðast.