Er áróður frjálshyggju fór með himinskautum, mælti Hannes H. Gissurarson hin fleygu orð: “Græðgi er góð”. Annað slagorð var: “Græðum á daginn, grillum á kvöldin”. Allur bankageirinn, kvótagreifar og stór hluti kaupsýslumanna tók trú á orð Hannesar. Einnig meðreiðarsveinar þeirra á Alþingi, sem stunduðu vafninga, raðgjaldþrot eða skattsvik, stálu efni, ráku glæfrasjóði, kræktu í kúlulán eða höfðu milligöngu um bankamútur. Því sprakk allur bankageirinn, Seðlabankinn varð gjaldþrota og ríkissjóður fór á hliðina. Fávitarnir fóru í algera afneitun og kenna Jóhönnu og Steingrími um hrun græðgisstefnunnar.