Tilraunir silfurskeiðunga til stjórnarmyndunar eru erfiðar. Ekki vegna þess að stjórn landsmála sé erfið. Snýst bara um að kunna að spara. Fjölga til dæmis ekki ráðherrum. Vandi bófaflokkanna snýst um annað, að ljúga sig út úr kosningaloforðum, er ekki verða efnd. Láta líta svo út, sem úr sauðarleggnum hafi hrokkið forsendubrestur, er meini þeim örlætið. Þeim spuna hefur fálega verið tekið. En vilji er allt sem þarf. Vilji silfurskeiðungar eignast völd og spillingu, verða þeir að finna lausnina. Finna nýja sjónhverfingu, sem skýrir fyrri sjónhverfingar bófanna. Finna lausnina, sem bjánarnir kaupa.