Spunakerlingin hækkar

Punktar

Sex prósent Reykvíkinga fífluðust til að greiða vinnumiðlun atkvæði sitt í vor. 4000 Reykvíkingar komu gamalli spunakerlingu frá Halldóri Ásgrímssyni í borgarstjórn. Björn Ingi Hrafnsson lofaði mörgu, en hæst lofaði hann ókeypis leikskóla í borginni. Nú hefur hann tekið á loforðinu. Í stað þess að afnema gjöldin, hækkar hann þau um 9% um áramótin. Loforðið um afnám er líka fyrir löngu búið að gegna hlutverki sínu við að koma Framsóknarmanni í borgarstjórn. Loforð spunakerlinga hjá vinnumiðlun hafa slíkan tilgang einan og koma Reykvíkingum að öðru leyti ekkert við.