Spuninn fangar blaðamenn

Fjölmiðlun

SGJ segir í Fréttablaðinu í dag, að til átaka hafi komið milli lögreglu og bílstjóra við Rauðavatn 23. apríl. Ég man ekki eftir neinum átökum. Þetta voru lögregluóeirðir. Löggan réðist á fólk með piparúða og hrinti því í götuna. Vopnaðir réðust á vopnlausa. Fólkið gerði ekki annað en að hrópa að löggunni. Það geta ekki talizt átök, ef annar aðilinn er að verki. Rétta orðið er árás en ekki átök. Þetta minnir á fréttir af árásum ísraelshers á palestínumenn. Oft segja fréttir, að til átaka hafi komið á Gaza. Í báðum tilvikum eru latir blaðamenn fangar fréttatilkynninga frá spunakörlum.