Er spyrill fær algeran rugludall í settið, þarf hann aðstoð í heyrnartólinu til að sannreyna fullyrðingar. Þá hefði Mikael getað sagt Vigdísi: „Malta er ekki hluti af öðru ríki, heldur sjálfstætt ríki“ Og hann hefði líka getað sagt henni: „Malta fékk 77 undanþágur, þegar landið gekk í Evrópusambandið“. Ekki er nóg, að bloggarar hlæi að pólitískum rugludalli að loknum atburði. Leiðrétting þarf að koma strax. Sá, sem fær rugludalla í settið, verður að vita sjálfur eða hafa aðstoð til að fletta upp ruglinu. Það er vandinn við íslenzka fjölmiðlun, hún er ófróð um málin. Gísli Marteinn vissi hins vegar.