Sráklingur með mannalæti

Punktar

Steingrímur J. Sigfússon upplýsti í kvöld, að aðstoðarmaður menntaráðherra og fyrrverandi aðstoðarmaður hans sjálfs sé stráklingur. Laukrétt hjá honum. Vekur spurningu um hæfni bjánanna, sem stjórnarflokkarnir hafa hlaðið niður í ráðuneytunum. Ekki er von, að ríkisstjórninni vegni vel, þegar hún er með fáráðlinga sér til aðstoðar. Orðbragð stráklingsins í menntaráðuneytinu minnir á hvolpana, sem voru aðstoðarmenn útrásarvíkinga. Stráklingar með mannalæti, þegar þeir komast í nálægð við valdið. Burt með þetta ógæfulið.