Á nokkurn veginn komplett safn bóka ýmissa reyfarahöfunda, sem eldast vel. Les þá í útgáfuröð bóka með opið borgarkort í tölvunni til hliðar. Byrja á Simenon, bækur hans eru 137, margar með óborganlegri lýsingu götu, hverfis, þorps. Endist fram í maí. Borgarkort til hliðar hentar fleiri höfundum. Þar á meðal eru 15 bækur Barbara Nadel um Istanbul og 22 bækur Donna Leon um Feneyjar, 22 bækur Ian Rankin um Edinborg, jafnvel 17 bækur Andrea Camilleri um Sikiley. Flestir þessara höfunda lýsa húsum, götum og hverfum eins og þetta er núna. Tengsl við veruleika skiptir mig máli, er ég les skáldsögur.