Endurskoðendur hafa ítrekað varið sig með því að segjast fara eftir stöðlum í endurskoðun. Það gerði Anderson líka í Enron-hneykslinu í Bandaríkjunum. Anderson var samt dæmt og hætti svo rekstri, ein stærsta endurskoðunarstofa heimsins. Vísað er til alþjóðastaðalsins 240, sem á að hindra bókhaldsfölsun fyrirtækja. Gerir ráð fyrir faglegri tortryggni endurskoðenda. Anderson sagðist nota hann þar og PriceWaterhouseCooper segist nota hann hér. Meira en lítið virðist þó vera athugavert við túlkun PWC á fáránlegri staðfestingu reikninga Landsbankans og Glitnis fyrir hrunið. Með eða án alþjóðastaðla.