Blaðamenn leiðrétta ekki skoðanir sínar, en þeir eiga að leiðrétta villur sínar. Skoðanir eru ókeypis, en staðreyndir eru heilagar. Eins og Charles Prestwich Scott sagði 1921. Því þurfti Matthías Johannessen ritstjóri að leiðrétta rugl sitt um Guðjón Friðriksson. Guðjón hefur aldrei kennt Jóhönnu Eiríksdóttur. Hann hefur aldrei kennt í Ármúlaskóla. Hefur aldrei skoðað skólaritgerð um ljóð Matthíasar. Honum hefur aldrei verið sagt upp störfum við kennslu. Skrítið er, að Matthíasi tókst að fara með rangt mál á öllum þessum sviðum. Þannig fer fyrir fólki, sem lifir og hrærist í slúðri.