Algeng hugsjón er, að stafrænar kosningar mundu efla lýðræði. Fleiri mundu kjósa, einkum ungt fólk. Unnt yrði að greiða þjóðaratkvæði um ótal mál, sem ganga þvert á flokkadrætti. Norsk rannsókn bendir til, að áhrifin yrðu önnur. Ekki mundu fleiri kjósa og ekki meira af ungu fólki. Meiri óvissa mundi ríkja um persónuleynd og meiri hætta væri á utanaðkomandi áhrifum á kjósendur. Í Bandaríkjunum er einnig ótti við skekkjur vegna skorts á pappírsslóð. Lýðræði fæst þannig ekki með því að gera lötum kleift að greiða atkvæði yfir pítsunni við tölvuna. Menn verða áfram að nenna að arka á kjörstað og kunna á blýant.