Stálu kosningum

Punktar

Gistivinum Davíðs Oddssonar í Úkraínu virðist hafa tekizt að stela forsetakosningunum þar í landi. Viktor Janukovits forsætisráðherra hefur verið tilkynntur sigurvegari, þótt útgönguspár og allar erlendar eftirlitsstofnanir telji, að hann hafi fengið 35-40% atkvæða, en keppinauturinn 60-65%.
Um þetta eru nánast allir sammála, jafnt Evrópusambandið sem Bandaríkin. Á öðru máli eru aðeins leifar Sovétríkjanna, einkum Vladimír Pútín, einræðisherra Rússlands, og Alexander Lukashenko, einræðisherra Hvíta-Rússlands, sem eru að reyna að varðveita leifar hins gamla þjóðskipulags Sovétríkjanna.