Gárungarnir segja, að George Lucas sé stórpólitískur og hafi samið Star Wars kvikmyndirnar á pólitískum forsendum. Í nýjustu myndinni er talað um, að lýðræðinu, sem við þykjumst vernda, hafi verið stolið af foringjum (lesist: Bush) sem áttu að verja það og að hræðilegt stríð (lesist: Írak) sé háð undir yfirskini öryggismála til að ræna þjóðir frelsi þeirra. Gegn Svarthöfða (lestist: Bush) standi Obi-Wan Kenobi, sem heldur því fram í bíómyndinni, að ekki sé pláss fyrir heimsveldi í heiminum og að heimsveldi geti ekki komið í staðinn fyrir frelsi. Spurningin er þá: Hver er Obi-Wan?