Í fyrramálið mun rúmlega helmingur hjúkrunarfræðinga hjarta- og lungnadeildar Landspítalans segja upp störfum. Á mörgum öðrum deildum munu hjúkrunarfræðingar líka segja upp. Þung reiði er í garð ríkisstjórnarinnar og meirihluta hennar á þingi vegna nýrra laga gegn verkfallinu. Þessir pólitíkusar hafa gengið fram af hjúkrunarfræðingum og tæknilegum sérfræðingum spítalans. Allir geta léttilega fengið vinnu í Noregi á tvöföldu kaupi. Stjórnin hóf herferð gegn ríkisrekstri spítalans til að rýma fyrir einkarekstri að bandarískum hætti. Sú blóðuga aðför Sigmundar og Bjarna að heilsu þjóðarinnar er núna að springa í andlit okkar. En bófunum er alveg sama.