IBM hefur lengi haft frjálsar reglur um vinnuskyldu. 40% starfsmanna þess erlendis hafa engan fastan vinnustað. Þeir vinna heima, hjá kúnnum, á kaffihúsum, í nærtækum tölvuverum IBM. Vinna og sumarfrí fólks er ekki skráð, það sér um þau sjálft í samráði við næsta millistjórnanda. Þetta hefur gilt í áratugi og virðast gefast vel. Flestir eru taldir taka minna frí en þeir eiga inni. Þeir taka sér frí, þegar tækifæri gefst og koma úr fríi, þegar mikið liggur við. Öfugt við IBM reyna starfsmannastjórar flestra stórfyrirtækja að vera Stóri bróðir úr “1984”. Sauma að starfsfólki, festa það í spennitreyju.