Staurar Landsnets brotna

Punktar

Landsnet er eitt af fyrirbærum einkavæðingar á ríkisstofnun. Hefur umturnast úr verkfræðistofnun í eins konar stjórnmálaflokk. Vill áfram reisa staura og möstur um allt land. Hatar jarðlínur eins og pestina. Prófar ýmis brögð til að láta þær líta verr úr í kostnaði. Fræg dæmi um það eru á Reykjanesskaga. Nú berst Landsnet fyrir Hvalárvirkjun og segir hana auka orkuöryggi á Vestfjörðum. Það er rangt. Staurar brotna í hvassviðri. Jarðlínur auka öryggið, ekki staurar. Hvalárlína mun koma á Vestfjarðalínu í Bitrufirði. Liggur svo yfir stormbeljandi heiðar Vestfjarða. Nauðsynlegt er að ríkisvæða Landsnet að nýju sem þjónustu.