Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir var oft til vandræða í umhverfisráðuneytinu. Vinnusálfræðingur var látinn skoða málið. Niðurstaða hans var, að hafið væri yfir allan vafa, að hún hefði „margsinnis með óásættanlegu viðmóti sínu og framkomu stuðlað að samskiptavanda innan ráðuneytisins“. Róttækt tilfelli andverðleika. Einnig var hún einnig úrskurðuð óhæf sem umsækjandi um starf framkvæmdastjóra Lánasjóðs námsmanna. Sigurður Ingi ráðherra afturkallaði áminningu frá ráðuneytisstjóranum og rak hann. En Illugi Gunnarsson ráðherra réð svo sjálfa andverðleika-frúna í Lánasjóðinn. Ófyrirleitinn bófaflokkur.