Stefnufátækir píratar

Punktar

Mikið vantar uppá, að Píratar hafi stefnu á ýmsum sviðum, sem helzt brenna á þjóðinni. Í Grunnstefnunni er ekki minnst á stjórnarskrána, sem þjóðin samdi og var síðan svikin um. Þar er ekki minnst á kvótann, né nein atriði þess máls, svo sem uppboð á kvóta og fiski. Þar er ekki minnst orði á auðlindir, hvað þá þjóðarauðlindir, svo sem orku, fisk og ferðamenn. Þar er ekki minnst á banka og hlutverk þeirra í náinni framtíð. Þar er ekki minnst á framtíð tolla. Þar er ekki minnst á framtíð velferðar og ekki á jöfnun lífskjara. Að öllu samanlögðu er afar margt ósagt í grunnstefnu pírata. Gott er þó, að píratar vilji gagnrýna hugsun, réttindi og frelsi, gegnsæi og ábyrgð, svo og bætt lýðræði. Út frá þeim grunni má mynda stefnu á öðrum sviðum.