Steikarpönnutízkan

Veitingar

Sums staðar úti á landi er komið í tízku í matarhúsum að bera fiskinn fram snarkandi á pönnu. Dæmi: Tjöruhúsið á Ísafirði og Örkin hans Nóa á Akureyri. Þetta er smart, en felur þó í sér, að fiskurinn heldur áfram að matreiðast á borðum gesta. Fiskur þolir ekki langvinna eldun, verður þurr og bragðdaufur. Mótvægið er ótæpileg notkun á smjöri. Lagðar eru 2000 kaloríur fyrir gest, sem má alls borða 2000 kaloríur á dag. Á verulega góðum veitingastöðum er eldunin stöðvuð á réttu andartaki og fiskurinn þá borinn fram á köldu. Enga sósu þarf eða smjör eða froður, fiskurinn sjálfur er bragðgóður og mjúkur.