Frá Nauteyri við Ísafjörð að Víðivöllum í Steingrímsfirði.
Farin er gamla reiðslóðin, sem að töluverðu leyti er utan bílvegarins, beggja vegna hans.
Förum frá Nauteyri um Rauðamýri og síðan suður um Lágadal austan Lágadalsár og síðan vestan árinnar um Miðdal. Þaðan til suðurs upp Hestabeinahæð á Steingrímsfjarðarheiði. Til suðausturs um heiðina á Sótavörðuhæð í 460 metra hæð. Þaðan um Digravörðuhrygg að sæluhúsinu á Gluggavörðuhrygg. Síðan í krók suður fyrir Ögmundarvatn og um Björnsvörðuholt og Biskupsvörðu. Þar næst austur Tungur, norðan Norðdals og bratta sneiðinga sunnan Flókatungugils og um Flókatungu niður í Staðardal, austur dalinn að Víðivöllum.
35,0 km
Vestfirðír
Skálar:
Steingrímsfjarðarheiði: N65 45.036 W22 07.790.
Steingrímsfjarðarheiði eldri: N65 45.191 W22 08.122.
Nálægar leiðir: Kollabúðarheiði, Þorskafjarðarheiði, Langidalur, Staðarfjall.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort