Steingrímur J. Sigfússon fjármála falsar ríkisbókhaldið skipulega. Býr til milliliði til að koma Hörpu, Vaðlaheiðargöngum, stækkun Landsspítalans og fyrirhuguðum hjúkrunarheimilum út úr ríkisbókhaldinu. Ýmist eru það lífeyrissjóðir eða Íbúðalánasjóður, sem eiga að fjármagna framkvæmdirnar. Síðan yfirtekur ríkið þær á löngum tíma. Við heilbrigðar aðstæður færu þær strax inn á fjárlög ríkisins. Steingrímur er að fela kostnaðinn og fegra bókhaldið. Fetar í fótspor gömlu bankabófanna. Ríkisendurskoðandi kvartar síðan yfir glæpahneigð Steingríms og telur bókhald hans ekki forsvaranlegt.