Steingrímur hótar illu

Punktar

Steingrímur J. Sigfússon hótaði í hádegisfréttum í gær að halda áfram að vera formaður Vinstri grænna. Vont fyrir flokkinn, því að reynslan sýnir, að Steingrímur getur ekki haldið saman flokki. Ekki er einleikið, hversu mikið hefur kvarnast úr þingliðinu og hversu hastarlega er rifizt á flokksfundum. Katrín Jakobsdóttir er líklegri til að geta sussað á fólk. Hún hefur jákvæð áhrif á umhverfi sitt. Menn verða síður orðljótir í nærveru hennar (nema Bjarni). Hún er eðlilegur eftirmaður formanns, sem skilur eftir sviðna jörð í fylgi. Með óbreyttum formanni stefna Vinstri grænir hratt að fylgishruni.