Steingrímur J. Sigfússon stígur daglega ný skref inn í heima trölla. Hann vann kosningarnar í vor meðal annars út á aukið gegnsæi í samfélaginu. Einkum í atriðum, sem varða hrunið. Í dag neitar hann hins vegar að svara fyrirspurn, sem varðar rekstur nýju, ríkisreknu bankanna. Hann telur þá njóta einkalífs prívatgeirans, þar sem þeir séu hlutafélög. Eru þessir ríkisbankar þó reknir með daglegu tapi upp á milljarða króna. Það kemur þjóðinni við. Viðbrögð ráðherrans eru auðvitað rakið hneyksli. Þau sýna, að ekki kemst hnífsegg milli sjónarmiða hans og hins vanhæfa Geirs Haarde.