Ef Eftirlitsstofnun Fríverzlunarsamtakanna dæmir aðstoð ríkisins við Sjóvá ólögmæta, verður Steingrímur J. Sigfússon að segja af sér. Hann hafði heldur ekki leyfi fjárveitingavaldsins til að brenna tólf milljörðum af skattfé í einkafyrirtæki. Fari tryggingafélag á hausinn, færa menn tryggingar sínar til annars félags. Og eru fulltryggðir þar frá fyrsta degi. Steingrímur var því ekki að gæta hagsmuna tryggingataka. Hann hafði heldur ekkert leyfi til að brenna fjórtán milljörðum í Sparisjóði Keflavíkur á kostnað skattborgara. Steingrímur telur sig eiga peninga eins og skít, en það er misskilningur.