Í Mogganum í dag birtist einstæð fávitagrein hæstaréttarlögmanns um bréf umba alþingis til Hönnu Birnu. Margt er skrítið í umræðunni hér á landi, en þessi grein er langt utan við það. Lögmaðurinn heldur, að orð Hönnu Birnu séu ígildi dómsúrskurðar. Hún hafi úrskurðað, að leka- og fölsunarmálið hafi ekki verið rætt á fundum eða í símtölum sínum við Stefán lögreglustjóra. Þar með þurfi umbinn ekki að spyrja um tímasetningar og önnur tækniatriði þessara funda og símtala. Þau komi málinu ekki við. Mér skilst, að lögmaðurinn hafi tekið próf í lagadeild Háskóla Íslands. Froða hans er samt ekki hæf sem texti í fjölmiðli.