Stemmningin í flokkunum

Punktar

Hefðbundnir stjórnmálaflokkar hafa stemmningu, sem fylgir þeim. Þótt þeir reynist oft hver öðrum líkir, þegar á hólminn er kominn. Þeir hafa hver sitt svipmót, sem heldur fylgi kjósenda kosningar eftir kosningar. Þeir hafa til dæmis stefnuskrá. Borgarahreyfingin er hins vegar einn af þessum einkosninga flokkum. Myndaður í skyndingu án þess að hafa gróna stefnuskrá, sem þingmenn flokksins fylgja. Meirihluti þingflokksins sagði strax skilið við hrásoðna stefnuna og fór að fylgja samvizkunni. Reyndi jafnvel að selja hana. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Enda ólíklegt, að flokkurinn endist lengi.