Stéttabilið breikkar

Punktar

Skuldbreytingin fjölgar ekki þeim, sem sleppa úr fátæktargildru. Þeir, sem áður fengu ívilnun vegna bágrar stöðu, fá nú ekkert. Fyrri ívilnun er dregin frá nýrri ívilnun. Þeir græða, sem hafa getað borgað af skuldum sínum og eru samt ósáttir. Ég kallaði þetta fólk „Hagsmunasamtök 400 fermetra heimila“. Þeir græða, sem ekki þurfa. Breytingin er sértæk aðgerð í þágu vel stæðra. Að auki kemur skattaafsláttur hlutfallslega bezt við þá bezt stæðu. Allar aðgerðir nýrrar stjórnar auka bilið milli ríkra og fátækra. Svo sem afnám auðlegðarskatts, lækkun auðlindarentu og nú síðast makrílkvótagjöfin stóra.