Stíflaður Mosó

Punktar

Hvalfjarðargöngin voru ekki stíflan í umferðinni á sunnudaginn. Það var samgöngukerfið í Mosfellsbæ, sem stóð ekki undir hlutverki sínu. Halinn af vandanum náði inn í göngin, svo að nokkrum sinnum þurfti að stöðva umferð um þau. Öngþveitið í Mosfellsbæ sýnir okkur, að sundabraut er orðin brýn. Hún er enn á stigi kjaftavaðals, en framkvæmdir þurfa að hefjast strax. Við þurfum að ná viðstöðulausum vegi frá Kjalarnesi um Álfsnes, Geldinganes og Elliðaárvog í borgina. Ekki í hverjum áfanga á fætur öðrum, heldur samhliða. Það er brýnna en göng í Héðinsfirði, Vaðlaheiði og Mjóafirði.