Stikkfrí kjósendur

Punktar

Nú fer málið að vandast. Afhenda þarf peningana, sem kjósendum Framsóknar var lofað. Hverjir fá, þeir sem tóku á leigu eða þeir sem þurfa á lyfjum að halda eða uppskurði á Landsspítala? Sennilega ekki, forgangsröðin byrjar á þeim, sem mestu óráðsíulánin tóku, 90% framsóknarlánin sælu. Þegar búið er að ljúga einu, þarf að ljúga aftur og aftur til að viðhalda lyginni. Gamalt loforð kallar á nýtt. 90% óráðsíulán framsóknar urðu að forsendubresti, sem framsókn ætlar að leysa með nýjum hókus-pókus. Þetta verður orðið skrautlegt áður en yfir lýkur. En taka kjósendur einhverja ábyrgð á öllu sínu rugli?