Stikkfrí þingmenn

Punktar

Daginn eftir kosningar var ákveðið að hækka laun alþingismanna um 44%. Hefur ekki verið dregið til baka. En fríðindi og sukk þingmanna hefur verið lækkað um 150 þúsund krónur á móti þessari 340 þúsund króna hækkun. Gerist þegar stéttarfélög eru hvött til að samþykkja 3-4% hækkun í samræmi við Salek-samkomulagið. Fátæka fólkið á að sjá um að halda staðfestu í lífskjörum. Þingmenn taka ekki þátt í slíku, ekki frekar en auðgreifar. Eru stikkfrí með fríu gleraugun og aðrar sporslur. Fólk mun ekki taka mark á þessu og ófriður mun verða á vinnumarkaði. Því er mikilvægt, að umræðan snúist næstu daga um bús í búðir. Svo fólk sé til friðs um alvörumál.