Stilling og festa

Punktar

Í gær fékkst staðfest, að fjölmargir Íslendingar eru fávitar. Ég hef raunar lengi gizkað á þriðjung þjóðarinnar. Meirihluti Íslendinga telur bófaflokka bezt fallna til að stýra fjármálum og efnahagsmálum. Einmitt þá bófaflokka, sem settu þjóðina á hausinn í aðdraganda hrunsins mikla. Eitt er að ginnast til að kjósa slíka flokka aðeins fimm árum eftir hrun. Annað að hafa ekki lært milligramm eftir eins árs stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Það er nánast ævintýraleg auglýsing um fávizku. Ekki er von á góðu á næstu árum, þegar meirihluti kjósenda stefnir með stillingu og festu á næsta hrun.