Stimpill Tryggva

Punktar

Ég sé, að enn einu sinni hefur ríkisstjórnin kallað í Tryggva Þór Herbertsson til að gefa henni siðferðisvottorð. Nú gengur hann að vísu ekki undir dulnefninu Hagfræðistofnun Háskólans, en eins og jafnan áður er hann innilega sammála stjórnvöldum. Að þessu sinni segir Tryggvi, að Stefán Ólafsson hafi skrifað vitlausa skýrslu um hagi öryrkja. Jón Steinar Gunnlaugsson var notaður í svipuðu skyni, áður en hann varð prófessor, til að skrifa lögfræðiálit, sem voru hagstæð ríkisstjórninni. Það þykir mjög gott hjá kerfinu að hafa aðgang af óháðum álitsgjöfum, þegar mikið liggur við.