Barack Obama sagði i gær Íraksstríðið vera búið. Lét kyrrt liggja, að ekkert náðist af markmiðum stríðsins. Engin gereyðingarvopn fundust. Að minnsta kosti hundrað þúsund manns voru drepin, tvær milljónir eru landflótta og tvær milljónir eru heimilislaus. Allir kristnir menn hafa flúið landið. Öryggi er mun lakara en á tíma Saddam Hussein. Lítið fer fyrir umbótum á vestræna vísu. Olíuvinnsla er minni en fyrir stríð og rafmagn er af skornum skammti. Ríkisstjórnin er valdalítil og stjórnarkreppa hefur staðið í hálft ár. Kostaði Bandaríkin stjarnfræðilega upphæð, 90000 milljarða króna.