Stjórn fjórflokksins

Punktar

Allt í einu er hægri stjórn ACD flokkanna að detta úr sögunni áður en hún fæðist. Í staðinn er stjórn BDV gamlingjaflokkanna orðin mál dagsins. Í stað þess að díla við nýju hægri flokkana er Sjálfstæðis farinn að díla við gamla óvini í fjórflokki gamla tímans. Ekki er hægt að segja annað en, að snögglega skipti um vindátt í landsmálapólitíkinni. Þingmenn Sjálfstæðis eru misjafnlega ánægðir með samneyti við samkeppnisflokka á hægri væng. Kjósa heldur gamla andstæðinga sem þekktar stærðir um áratugi. Semsagt hægri-vinstri hjónaband. Gamli Davíð fyrirskipaði þetta. Líklega fylgir þó, að puttum Sigmundar Davíðs verði haldið víðs fjarri.