Margt er það við hrunið, sem ríkisstjórnin hefur aldrei skilið. Mikilvægasti þáttur skilningsleysis hennar er endurreisn bankanna með hefðbundnu sniði. Hrunið átti að segja henni, að kerfið var ónýtt og að taka þyrfti upp opið bankakerfi undir eftirliti siðaðra. Væntanlega munu nýir flokkur bjóða fram í vor undir því merki. Annar mikilvægt skilningsleysi hennar er opinbera leyndin, sem enn viðgengst á öllum sviðum, skyld bankaleyndinni. Um afnám leyndar hefur þegar verið myndaður flokkur, sem vonandi velgir fjórflokknum undir uggum í kosningum vorsins. Þriðjungur fólks mun kjósa einhverja slíka.