Samfylkingin hefur skaðazt minna en Sjálfstæðið í samstarfinu. Evrópufælni, kreppa og umhverfisfælni Geirs getur þó meitt Samfylkinguna síðar. Með sama framhaldi geta kjósendur talið hana svíkja umhverfisstefnu sína. Hún getur reynt að verjast fylgishruni með því að rjúfa samstarfið á umhverfinu. Ekki er nóg að láta brotna á sinnuleysi Geirs um kreppu og Evrópu. Hún þarf líka að kenna honum um ófarir umhverfisstefnu hennar. Ennþá varðveitir Ingibjörg Sólrún friðinn í samstarfinu. Ólgan í flokknum þrýstir þó á hana. Það kann óvænt að leiða til skammhlaups í samstarfinu. Staðan er ótrygg, í járnum.