Stjórnarskrá bófaflokkanna

Punktar

Bófaflokkar ríkisstjórnarinnar hafa eigin stjórnarskrárnefnd, sem er í leyni að semja nýja stjórnarskrá. Stefnt til höfuðs stjórnarskrá okkar, sem samin var í opnu gegnsæi. Ferlið náði frá þjóðfundi gegnum stjórnlagaráð, sem varð einróma sammála um niðurstöðuna, yfir í þjóðaratvæði, sem sagði já. Fór mjög í taugar eigenda þjóðfélagsins og lagatækna, sem telja stjórnarskrá vera sitt prívatmál. Og að orðhenglar hennar eigi að vera þjóðinni óskiljanlegir. Þessi stjórnarskrá þjóðareigenda og lagatækna á að vera tilbúin í árslok. Meiningin er að knýja hana fram á þingi í lok kjörtímabilsins, svo að stjórnarskrá okkar komist ekki á dagskrá. Þetta eru þjóðníðingar.