Þegar kosið var um helztu atriði nýrrar stjórnarskrár, greiddi annar hver kjósandi atkvæði. Mikill meirihluti þeirra studdi stjórnarskrána, margir tugir þúsunda manna og kvenna. Hvar er allt þetta fólk núna, þegar óvinir nýrrar stjórnarskrár virðast hafa upp undir 60% atkvæða? Hvers vegna mælist fylgi Lýðræðisvaktar í könnunum bara upp á örfá þúsund kjósendur? Ættu að vera nokkrir tugi þúsunda. Menn segja, að stjórnarskráin sé neðarlega á áhugalista margra, sem studdu hana í þjóðaratkvæðinu. En fyrr má nú rota en dauðrota. Fari svo, sem horfir, er ný stjórnarskrá hreinlega dauðans matur.