Sambúð stjórnarflokkanna hefur stirðnað. Hvorugur kemur sínum málum fram gegn andspyrnu hins. Húsnæðismálin eru gott dæmi, síðbúin frumvörp Framsóknar njóta lítillar gleði Sjálfstæðis. Verðtryggingin er annað dæmi, Sjálfstæðis stendur í vegi yfirgengilegra loforða Framsóknar. Framsókn vill ekki selja bankana, sem er hjartans mál Sjálfstæðis. Fæðingarorlof er annað ágreiningsefni. Loks er Sigmundur Davíð á sérleið gegn Sjálfstæðis um staðsetningu Landspítala, þótt flutningur rýri mikilvægi Flugvallarvina. Því magnast núningur og ýfingar á fjölmörgum sviðum. Flokkarnir tveir eru að setja sig í kosninga-stellingar.