Stjórnin er andvíg gegnsæi

Punktar

Ríkisstjórnin er sannkölluð pukurstjórn, alger andstæða þess gegnsæis, sem boðað var við stofnun hennar. IceSave samningurinn er bezta dæmið. Stjórnin hugðist hvorki láta þing né þjóð fá að vita um innihald hans. Valdi þætti til að birta, en hélt öðrum leyndum. Smám saman var efnið kreist út úr henni, alltaf með semingi. Enn er ekki vitað um innihald hliðarbókana hans. Stjórnin þóttist í upphafi fylgja hinni nýju stefnu gegnsæis. En hefur í raun stundað meira pukur en fyrri stjórnir. Pukrið er í senn ósiðlegt og ópraktískt. Því að ríkisstjórnin kemst ekki upp með gamalgróið siðleysi.