Stjórnarflokkarnir eru tæpast í stjórnhæfu ástandi. Jóhanna bjargaði sínu liði undan Landsdómi og er síðan hvergi hátt skrifuð í þjóðfélaginu. Hún ætti að vera andamamma þjóðarinnar með daglegar siðaprédikanir að hætti mömmu. Er í staðinn í felum. Steingrímur J. Sigfússon gerir hver mistökin á fætur öðrum, næstmest í IceSave og mest í skipan Bankasýslu. Hlustar ekki á vinsælasta pólitíkusinn, Lilju Mósesdóttur, eina hagfræðing flokksins. Þótt kannanir sýni sæmilegt gengi stjórnarinnar að sinni, er hætt við, að ný búsáhaldabylting verði henni þung í skauti. Stjórnin fattar ekki stöðu sína.