Stjórnin ofsækir höfuðborgarsvæðið

Punktar

Ríkisstjórnin ráðgerir að fresta framkvæmdum við Sundabraut til að flýta samgöngubótum á landsbyggðinni. Þetta segir Fréttablaðið á forsíðu í dag. Ef þetta er rétt, jafngildir það stríðsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar gegn íbúum höfuðborgarsvæðisins. Þeir hafa oftast mætt afgangi, þegar vegafé er úthlutað án tillits til umferðarþunga. Sundabraut er meðal brýnustu og arðbærustu verkefna í vegagerð í landinu. Það hefur greinilega komið í ljós síðdegis á sunnudögum í sumar. Fjórir milljarðar áttu að fara í brautina á næsta ári, allt of lítið fé. Betra er að færa fé frá öðru til Sundabrautar.