Þegar ríkisstjórnin var mynduð, skildi ég hana svo, að hún ætlaði að fyrna fiskkvótann um ótiltekna prósentu á hverju ári. Hún fékk töluvert fylgi í síðustu kosningum, meðal annars út á loforð af þessu tagi. Eftir kosningar þótti henni ekki eins brýnt að sættast við þjóðina um auðlindir hennar. Hún fór í staðinn að reyna að sættast við kvótagreifana. Jón Bjarnason böðlaðist í því og Steingrímur J. Sigfússon hélt því áfram eftir brottrekstur Jóns. Frumvarp Steingríms felur í sér ónýta tilraun til að sættast við bófa, sem ekki vilja sættast. Stjórnin hefði fremur átt að efna loforðið við þjóðina.