Stjórnin þarf undankomuleið

Punktar

Ríkisstjórnin þarf að gera sér grein fyrir, að sennilega munu áramótalögin falla í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún verður að haga sér þannig næstu vikur, að hún geti haldið áfram eftir áfallið. Þótt margir kjósendur séu reiðir út af IceSave, vilja margir hafa ríkisstjórnina áfram. Það sýna skoðanakannanir. Stuðningsmenn hennar vilja ekki fá hrunverja aftur til valda, þegar þjóðin kemst í hann krappan eftir kosninguna. Ríkisstjórnin má því ekki ganga of langt í stuðningi við lögin. Hún þarf að hafa undankomu eftir áfallið. Þá verður að vísu létt verk að flýja af hólmi, en það má stjórnin ekki gera.