Kosningar til stjórnlagaþings mega helzt ekki fara fram samhliða kosningum til alþingis í vor. Hætt er við, að of margir einblíni á stjórnlagaþing sem ofurlausn íslenzkra vandamála. Þeir vandi sig í vali til stjórnlagaþings og leyfi gömlu gaurunum og flokkunum að halda áfram að ráðskast með Alþingi. Mér finnst óráð að trufla og deyfa næstu þingkosningar með samhliða umræðu um stjórnlagaþing. Í vor þarf þjóðin að gera upp við drullusokkana. Síðan er í fínu lagi að kjósa til stjórnlagaþings næsta haust. Það er sjálfstætt framfaramál til langs tíma, en ekki brýnasta verkefni allra næstu mánaða.