Stjórnlaus Sigmundur

Punktar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hættir ekki að þreyta okkur með návist sinni. Núna heimtar hann afsökunarbeiðni Ríkisútvarpsins fyrir heimsfrægt viðtal í Kastljósi. Auðvitað er það SDG sjálfur, sem á að biðjast afsökunar. En það er fyrirgefið, úr því að hann hrökklaðist öfugur út úr salnum í viðtalinu. Svo sem allir í heiminum vita, sem vita vilja. Síðan hefur SDG nánast ekki látið sjá sig á alþingi. Tekur í staðinn rokur af og til í hliðhollum fjölmiðlum. Maðurinn er veikur og á ekki að láta á sér kræla. Í staðinn er hann jafn hortugur og fyrri daginn. Á honum hefur enginn neina stjórn. Mánaðarlega rís hann upp eins og tifandi tímasprengja.