Svo virðist sem frávísun brezka kennarans Juhel Miah úr Bandaríkjaflugi frá Leifsstöð sé að bandarísku frumkvæði. Juhel var ekki stöðvaður við brottför frá Bretlandi. Það bendir ekki til frumkvæðis eða milligöngu Bretlands. Íslenzkir starfsmenn Isavia önnuðust skítverkið að beinni ósk Bandaríkjanna. Þeir leituðu ekki samþykkis frá íslenzka utanríkisráðuneytinu eða innanríkisráðuneytinu. Enda hafa viðkomandi ráðherrar sagzt ekki hafa heyrt af málinu fyrr en í fréttum. Því hagaði Isavia sér eins og ríkisfyrirtækið sé bandarískt, en ekki íslenzkt. Brýnt fyrir réttarstöðu fullvalda ríkis er að kanna, hvernig Isavia datt þetta í hug.