Stöð 2 er næstum dauð

Fjölmiðlun

Stöð 2 fer á hausinn. Enginn mannlegur máttur getur hindrað það. Enda á stöðin ekkert erindi. Fréttir hennar eru óþarfar, hlægilegar eða skaðlegar. Fjölmiðill, er ekki færir okkur fréttir, sem við þurfum að fá, er einskis virði. Og fjölmiðill, sem lýgur að okkur, má deyja drottni sínum. Enda eru sjónvarpsfréttar auðmanna og spunakarla úreltar. Fólk fær fréttir í óháðu bloggi og myndskeið af andófi fær það á YouTube. Hliðvarzla hefðbundinna fjölmiðla byggðist á trausti fólks á hæfu fólki. Þegar traustið þverr, þurfa kúnnarnir ekki neina hliðvörzlu. Alþýðan tekur þá bara fréttavöldin sjálf.