Stöð 2 siglir í strand

Punktar

Stöð 2 er að missa Óskar Þorvaldsson, síðasta ágenga fréttastjóra landsins. Til viðbótar öðrum atgervisflótta. Áður var rekið Kompásliðið, sem einnig bauð upp á fyrsta flokks fréttamennsku. Hjá helztu rannsóknablaðamönnum landsins, Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, Kristni Hrafnssyni og fleirum. Áður voru rekin hjónin Sigmundur Ernir Rúnarsson og Elín Sveinsdóttir, er áttu 50 ára starfsreynslu með sóma. Í staðinn hefur Stöð 2 fengið himpigimpi á borð við blaðurfulltrúa, ímyndunarfræðinga og sendiherra. Ari Edwald útgáfustjóri er í tómu tjóni, skilur ekki blaðamennsku. Siglir Stöð 2 beint í strand.