Stöðugleika-sáttmáli nei takk

Punktar

Þegar forstjórar atvinnu- og verkalýðsrekenda eru sammála, er hætta á ferð. Sérstaklega eru vondir þeir stöðugleika-sáttmálar, sem þeir hafa þröngvað upp á ríkisstjórnir. Þar er samið um dýrar ríkisframkvæmdir, sem ríkið hefur ekki ráð á, einkum atvinnubótavinnu. Forstjórar atvinnu- og verkalýðsrekenda eru álfíklar. Fátt kemst að í haus þeirra annað en álver. Í öðru lagi óþörf göt í fjöll og óþarft sjúkrahús og óþörf samgöngumiðstöð. Eru sammála um, að vinna eigi að vera ríkisdrifin og vera fyrir útlenda farandverkamenn. Segjum nei takk við enn einum stöðugleika-sáttmála atvinnu- og verkalýðsrekenda.